Nokia 3250 - Númerakóði læsingar

background image

Númerakóði læsingar

Númerakóði læsingar (5-10 tölustafir) hindrar að síminn sé notaður í
leyfisleysi. Forstillta númerið er 12345. Breyttu númerinu, og geymdu
nýja númerið á leyndum og öruggum stað sem er fjarri símanum.
Í „Öryggi“ á bls. 95 er fjallað um það hvernig númerinu er breytt
og síminn stilltur þannig að hann biðji um númerið.

Ef þú slærð inn rangt læsingarnúmer fimm sinnum í röð hundsar síminn
frekari innslátt þess. Bíddu í fimm mínútur og sláðu númerið inn aftur.

Þegar tækið er læst getur samt verið hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið
sem er forritað í tækið.