Notkun útvarpsins
Þegar kveikt er á útvarpinu skaltu velja
Valkostir
og úr eftirfarandi
valkostum:
Opna sjónr. þjónustu
— Til að hefja sendingu sjónræns efnis.
Stöðvaskrá
— Ræsa skal stöðvaskrá (sérþjónusta) til að leita að tiltækum
útvarpsstöðvum og vista þær til notkunar síðar.
Vista stöð
— Til að vista útvarpsstöðina.
Stöðvar
— Til að opna lista yfir stöðvar.
Handvirk leit
— Til að stilla handvirkt á útvarpsstöð. Skruna skal upp eða
niður til að stilla.
Ef þú veist tíðni þeirrar útvarpsstöðvar sem þú vilt hlusta á skaltu slá
hana inn og velja
Í lagi
.
Virkja hátalara
— Til að hlusta á útvarpið með hátalaranum.
Slökkva á hátalara
— Til að hlusta á útvarpið með höfuðtólunum.
Spila í bakgrunni
— Settu Visual Radio í bakgrunn þannig að biðskjárinn
birtist. Til að fá Visual Radio upp aftur skaltu halda valmyndartakkanum
inni og velja
Radio
.
Stillingar
— Til að breyta eða skoða stillingarnar á Visual Radio.
Hætta
— Til að slökkva á útvarpinu.