■ Skilaboð rituð og send
Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS-skilaboða. Ef myndin sem
bætt er inn fer yfir þessi mörk getur tækið minnkað hana þannig að hægt sé að
senda hana með MMS.
Tækið styður sendingu á textaboðum sem eru lengri en sem nemur
lengdartakmörkunum á stökum skilaboðum. Lengri skilaboð verða send sem röð
tveggja eða fleiri skilaboða. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi við
það. Stafir sem nota kommur eða önnur tákn og stafir úr sumum
tungumálakostum, eins og kínversku, taka meira pláss sem takmarkar þann fjölda
stafa sem hægt er að senda í einum skilaboðum.
Áður en þú getur sent og tekið á móti SMS-skilaboðum,
margmiðlunarboðum eða tölvupósti, eða tengst við ytra pósthólf, verða
réttar tengistillingar að vera fyrir hendi. Sjá „Stillingar skilaboða“ á
bls. 42.
1. Til að búa til skilaboð skaltu velja
Valmynd
>
Skilaboð
>
Ný skilaboð
og einhvern eftirfarandi valkosta:
SMS-skilaboð
— til að búa til textaskilaboð
Margmiðlunarboð
— til að búa til margmiðlunarboð (MMS)
Tölvupóstur
— til að búa til tölvupóstskeyti. Ef þú hefur enn ekki sett
upp tölvupóstfang er spurt hvort þú viljir gera það.
2. Styddu á stýripinnann til að velja viðtakendur eða hópa úr
Tengiliðir
eða sláðu inn símanúmer eða tölvupóstfang viðtakandans í
Viðtak.
reitinn. Til að setja inn semíkommu (;) til að aðgreina viðtakendur
skaltu styðja á *.
3. Þegar tölvupóstur eða margmiðlunarboð eru búin til skaltu skruna
niður í efnisreitinn og slá inn hvert efni skilaboðanna er.
4. Skrunaðu niður til að fara í textasvæði skilaboðanna.
5. Skrifaðu skilaboðin.
S k i l a b o ð
36
Þegar þú skrifar skilaboðin sýnir lengdarvísir skilaboðanna hve
marga stafi þú getur slegið inn. Til dæmis merkir 10 (2) að enn
megi bæta 10 stöfum í texta sem sendur verður í tveim hlutum.
Til að nota sniðmát fyrir skilaboðin skaltu velja
Valkostir
>
Bæta í
>
Sniðmáti
. Til að búa til kynningu með sniðmáti sem senda skal sem
margmiðlunarboð skaltu velja
Valkostir
>
Búa til kynningu
. Til að
nota sniðmát fyrir margmiðlunarboðin skaltu velja
Valkostir
>
Setja
inn hlut
>
Sniðmát
.
Til að setja miðlunarhlut inn margmiðlunarboð skaltu velja
Valkostir
>
Setja inn hlut
>
Mynd
,
Hljóðskrá
eða
Myndskeið
. Til að
búa til og bæta við nýjum miðlunarhlut skaltu velja
Valkostir
>
Setja
inn nýja
>
Mynd
,
Hljóðskrá
,
Myndskeið
eða
Skyggnu
. Þegar hljóði
hefur verið bætt við birtist táknið
.
Til að bæta miðlunarhlut við tölvupóst skaltu velja
Valkostir
>
Bæta
í
>
Mynd
,
Hljóðskrá
,
Myndskeið
,
Minnismiða
eða
Sniðmáti
.
6. Til að senda skilaboðin skaltu velja
Valkostir
>
Senda
eða styðja á
hringitakkann.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja
eða framsenda sumar myndir, tónlist (þar á meðal hringitóna) og annað efni.