
Sérstakar skilaboðategundir
Síminn getur tekið á móti margs konar skilaboðum, svo sem skjátáknum
símafyrirtækis, nafnspjöldum og hringitónum.
Til að opna móttekin skilaboð skaltu velja
Valmynd
>
Skilaboð
>
Innhólf
og tilteknu skilaboðin.
Skjátákn símafyrirtækis
— Til að vista táknið skaltu velja
Valkostir
>
Vista
. Þá sést tákn fyrirtækisins þegar síminn er í biðstöðu í stað
auðkennis símafyrirtækisins.
Nafnspjald
— Til að vista tengiliðaupplýsingarnar skaltu velja
Valkostir
>
Vista nafnspjald
.
Hringitónn
— Til að vista hringitóninn í galleríinu skaltu velja
Valkostir
>
Vista
.
Dagbókaratriði
— Til að vista atriðið í dagbókinni skaltu velja
Valkostir
>
Vista í dagbók
.
Myndskilaboð
— Til að áframsenda myndboðin skaltu velja
Valkostir
>
Senda áfram
.
Til athugunar: Myndboð er eingöngu hægt að nota ef símafyrirtæki
eða þjónustuveita styðja aðgerðina. Aðeins samhæf tæki með
möguleika á myndboðum geta tekið á móti og birt myndboð.
Útlit skilaboða getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
Stillingaboð
— Þú getur móttekið þjónustunúmer textaboða,
talhólfsnúmer, internetaðgangsstaði, stillingar innskráningar
á aðgangsstaði, stillingar margmiðlunarboða, upplýsingar um
samstillingar eða tölvupóstsstillingar frá símafyrirtækinu þínu eða
þjónustuveitunni í samskipanaboðum. Til að vista stillingarnar skaltu
velja
Valkostir
>
Vista
.