■ Flýtiritun
Með flýtiritun er hægt að slá inn hvaða staf sem er með því að styðja
aðeins einu sinni á hvern takka. Flýtiritunin er gerð virk með því að
styðja á ritfærslutakkann og velja
Kveikja á flýtiritun
. Þá er flýtiritunin
virk í öllum ritlum símans.
1. Til að rita tiltekið orð skaltu styðja á takka 2—9. Styddu aðeins einu
sinni á hvern takka fyrir hvern staf. Orðið breytist í hvert sinn sem þú
styður á takka.
Til að fá fram algengustu greinarmerkin skaltu styðja á 1. Til að fá
fram fleiri greinarmerki og sérstafi skaltu styðja á * og halda inni
eða styðja á ritfærslutakkann og velja
Bæta í tákni
.
Styddu á hreinsitakkann til að eyða staf. Haltu hreinsitakkanum
inni til að eyða fleiri en einum staf.
2. Þegar þú hefur slegið inn orð og það er rétta orðið skaltu staðfesta
það með því að skruna áfram eða styðja á 0 til að setja inn bil.
Ef orðið er rangt, getur þú valið úr eftirtöldum kostum:
• Til að skoða samsvarandi orð sem orðabókin hefur fundið skaltu
styðja endirtekið á *.
• Til að sjá lista yfir samsvarandi orð skaltu styðja á
ritfærslutakkann og velja
Flýtiritun
>
Finna svipað
. Skrunaðu að
orðinu sem þú vilt nota og styddu á stýripinnann til að velja það.
Ef ? birtist aftan við orðið er orðið sem þú vildir rita ekki að finna í
orðabókinni. Til að bæta við orði í orðabókina skaltu velja
Stafa
eða
styðja á ritfærslutakkann og velja
Flýtiritun
>
Bæta í orði
. Sláðu inn
orðið (hámark 32 stafi) með hefðbundnum innslætti og veldu
Í lagi
.
Orðinu er bætt í orðabókina. Þegar orðabókin er orðin full er elsta
orðinu sem var sett inn í hana skipt út fyrir nýjasta orðið.
Til að opna skjá þar sem þú getur breytt orðinu (þessi valkostur
er aðeins til staðar ef orðið er virkt (undirstrikað)) skaltu styðja
á ritfærslutakkann og velja
Flýtiritun
>
Breyta orði
.
R i t u n t e x t a
33