
Rásir
Þegar þú ert tengdur einhverri rás geta allir sem eru á rásinni heyrt í þér.
Allt að fimm rásir geta verið virkar samtímis. Þegar fleiri en ein rás eru
virkar skaltu velja
Víxla
til að skipta milli rása.
Allir meðlimir á rásinni eru auðkenndir með notandanafni
sem þjónustuveitan lætur í té. Meðlimir á rásinni geta valið sér
gælunafn á hverri rás og er það birt sem auðkenni viðkomandi.
Rásir eru skráðar með veffangi. Einn notandi skráir veffang rásarinnar
á netinu með því að tengjast rásinni í fyrsta sinn.