Skjárinn Pöruð tæki
Pöruð tæki eru sýnd með
í leitarlistanum. Skrunaðu til hægri á
aðalskjá Bluetooth til að opna lista yfir pöruð tæki.
Ekki skal samþykkja Bluetooth-tengingar frá aðilum sem ekki er treyst.
Til að parast við tæki skaltu velja
Valkostir
>
Nýtt parað tæki
. Síminn
byrjar að leita að tækjum. Skrunaðu að tækinu sem þú vilt parast við og
veldu það. Skipstu á lykilorðum. Tækinu er bætt við á listann
Pöruð tæki
.
Til að hætta við pörun skaltu skruna að tækinu sem þú vilt hætta
við pörun við og styðja á hreinsitakkann, eða velja
Valkostir
>
Eyða
.
Ef þú vilt hætta við allar paranir skaltu velja
Valkostir
>
Eyða öllum
.
Ef síminn er tengdur við tæki og þú eyðir pörun við það tæki er pörunin
fjarlægð og tengingunni við tækið er slitið. Bluetooth-tengingin
í símtækinu er þó áfram virk.
Til að stilla tæki sem heimilað skaltu skruna að tækinu og velja
Valkostir
>
Stilla sem heimilað
. Hægt er að koma á tengingum milli
símans þíns og þessa tækis án þinnar vitundar. Ekki þarf að samþykkja
eða heimila tenginguna sérstaklega. Notaðu þessa stöðu eingöngu fyrir
þín eigin tæki, líkt og fyrir tölvuna þína, eða tæki þeirra sem þú treystir.
Táknið
birtist við hlið heimilaðra tækja á skjánum
Pöruð tæki
. Ef þú
velur
Stilla sem óheimilað
þarftu að samþykkja beiðnir um tengingar frá
þessu tæki í hvert skipti.