Nokia 3250 - Bluetooth-tenging

background image

Bluetooth-tenging

Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2,0 sem styður eftirfarandi
snið: Generic Access Profile, Hands-free Profile, Headset Profile, Basic Imaging
Profile, Human Interface Device Profile, Object Push Profile, File Transfer Profile,
Dial Up Networking Profile, Serial Port Profile, Generic Object Exchange Profile,
Service Discovery Profile, og SIM Access Profile. Til að tryggja samvirkni milli
annarra tækja sem styðja Bluetooth-tækni skal nota aukahluti sem eru
viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund. Leita skal upplýsinga hjá
framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við þetta tæki.

Takmarkanir kunna að vera á notkun Bluetooth-tækni á sumum stöðum.
Kanna skal það hjá yfirvöldum á staðnum eða þjónustuveitunni.

Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra
í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast aukinnar
rafhlöðuorku og minnka endingu rafhlöðunnar.

Bluetooth-tækni heimilar þráðlausa tengingu á milli rafeindatækja sem
eru í allt að 10 metra (32 feta) fjarlægð hvort frá öðru. Bluetooth-
tengingu má nota til að senda myndir, myndinnskot, texta, nafnspjöld
eða minnispunkta dagbókar, sem og til að tengjast við samhæf
Bluetooth-tæki, svo sem við tölvur. Ekki er víst að allar tölvur sem nota
Bluetooth-tækni séu samhæfar.

Þar sem tæki sem nota Bluetooth-tækni nota útvarpsbylgjur til
samskipta þurfa síminn og hitt tækið ekki að vera í beinni sjónlínu hvort
við annað. Nægilegt er að tækin séu í innan við 10 metra (32 feta)

background image

T e n g i n g a r

106

fjarlægð hvort frá öðru. Tengingin getur þó orðið fyrir truflunum vegna
hindrana eins og veggja eða annarra raftækja.