Nokia 3250 - Uppsetning forrits

background image

Uppsetning forrits

Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá
aðilum sem veita nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.

Áður en forrit er sett upp skaltu velja

Valmynd

>

Verkfæri

>

Stj. forrita

,

skruna að uppsetningarskránni og velja

Valkostir

>

Skoða frekari uppl.

til að skoða t.d. upplýsingar um gerð forritsins, útgáfunúmer og seljanda
eða framleiðanda forritsins.

background image

V e r k f æ r i

101

Ef þú setur upp skrá sem inniheldur uppfærslu eða endurbætur á forriti
sem þegar er uppsett geturðu aðeins endurheimt upphaflega forritið ef
annaðhvort upphaflega uppsetningarskráin er fyrir hendi eða
öryggisafrit af öllum hugbúnaðarpakkanum sem var fjarlægður. Til að
endurheimta upphaflega forritið skaltu fyrst fjarlægja forritið og síðan
setja það upp aftur úr upphaflegu uppsetningarskránni eða
öryggisafritinu.

Nauðsynlegt er að hafa .jar-skrá til að setja upp Java-forrit. Ef skrána
vantar getur síminn beðið þig um að hlaða henni niður. Ef enginn
aðgangsstaður er tilgreindur fyrir forritið biður síminn þig um að velja
aðgangsstað. Þegar .jar-skráin er sótt getur notandinn þurft að færa inn
notandanafn og lykilorð til að komast á miðlarann. Þú getur fengið
notandanafn og lykilorð hjá söluaðila eða framleiðanda forritsins.

Til að setja upp forrit eða hugbúnaðarpakka:

1. Skrunaðu að uppsetningarskrá. Forrit sem sett eru upp á

minniskortinu eru merkt með

2. Veldu

Valkostir

>

Setja upp

.

Þú getur einnig leitað í minni símans eða á minniskortinu, valið
forritið og stutt á stýripinnann til að hefja uppsetninguna.

Meðan á uppsetningu stendur birtir síminn upplýsingar um stöðu
uppsetningarinnar. Ef þú setur upp forrit án stafrænnar undirskriftar
eða vottorðs birtir síminn viðvörun. Þú skalt aðeins halda áfram
að setja upp forritið ef þú ert viss um uppruna þess og innihald.

Til að skoða viðbótarupplýsingar um forritið skaltu skruna að þeim og
velja

Valkostir

>

Opna vefsíðu

.

Til að sjá hvaða hugbúnaðarpakkar hafa verið settir upp eða fjarlægðir,
og hvenær það var gert skaltu velja

Valkostir

>

Skoða notk.skrá

. Til að

senda uppsetningarskrána á hjálparskjá svo að hægt sé að sjá hvað
hefur verið sett upp eða fjarlægt skaltu velja

Senda notk.skrá

.