Nokia 3250 - Minniskort

background image

Minniskort

Öll minniskort skal geyma þar sem börn ná ekki til.

Veldu

Valmynd

>

Skipuleggj.

>

Minni

.

Upplýsingar um hvernig á að setja minniskort í símann er að finna
í „Hafist handa“ á bls. 12. Þú getur notað minniskort til að geyma
margmiðlunarskrár, svo sem myndinnskot, lög og hljóðskrár, myndir,
gögn skilaboða, sem og til að taka öryggisafrit af því efni sem er í
minni símans.

Með símanum fylgir microSD-minniskort sem getur innihaldið
viðbótarforrit frá óháðum framleiðendum. Framleiðendurnir hafa
hannað þessi forrit þannig að þau séu samhæf símanum þínum.

Upplýsingar um hvernig þú getur notað minniskortið með öðrum
aðgerðum og forritum símans er að finna í köflum um viðkomandi
aðgerðir og forrit.

Forrit þriðja aðila sem fylgja með á microSD-kortinu hafa verið búin til af
og eru í eigu einstaklinga eða lögaðila sem tengjast ekki Nokia. Nokia á ekki
höfundarréttindi eða hugverkaréttindi að þessum hugbúnaði þriðja aðila. Nokia
tekur því enga ábyrgð á stuðningi við notendur eða á virkni þessa hugbúnaðar,
eða á upplýsingunum sem settar eru fram í hugbúnaðinum eða þessu efni. Nokia
veitir enga ábyrgð á þessum hugbúnaði.

NOTANDI VIÐURKENNIR AÐ HUGBÚNAÐURINN OG/EÐA FORRITIN (SAMAN
NEFND HUGBÚNAÐURINN) ERU AFHENT „EINS OG ÞAU KOMA FYRIR“ ÁN
NOKKURS KONAR ÁBYRGÐAR, BERUM ORÐUM EÐA UNDIRSKILINNAR AÐ ÞVÍ
MARKI SEM HEIMILT ER Í VIÐKOMANDI LÖGUM. HVORKI NOKIA NÉ TENGD
FÉLÖG VEITA NOKKURS KONAR FYRIRSVAR EÐA ÁBYRGÐ, BERUM ORÐUM EÐA
UNDIRSKILDA, ÞAR Á MEÐAL EN EKKI EINGÖNGU ÁBYRGÐ Á EIGNARRÉTTI,
SÖLUHÆFNI EÐA HÆFNI TIL TILTEKINNAR NOTKUNAR EÐA ÞVÍ AÐ
HUGBÚNAÐURINN BRJÓTI EKKI GEGN EINKARÉTTI, HÖFUNDARRÉTTI,
VÖRUMERKJARÉTTI EÐA ÖÐRUM RÉTTINDUM ÞRIÐJA AÐILA.

background image

S k i p u l e g g j a r i

83