■ Þemu
Hægt er að breyta útliti símaskjásins með því að virkja þema. Þema
getur innihaldið veggfóður og rafhlöðusparnað. Hægt er að breyta
þema til að sérsníða símann enn frekar.
Veldu
Valmynd
>
Eigin forrit
>
Þemu
. Þá má sjá lista yfir þemu í boði.
Það þema sem er virkt er auðkennt með gátmerki.
Til að forskoða þema skaltu skruna að því og velja
Valkostir
>
Skoða
áður
og skoða þemað. Veldu
Gera virkt
til að virkja þemað. Til að virkja
þemað án þess að forskoða það skaltu velja
Valkostir
>
Gera virkt
á
aðalskjánum.
Þema breytt:
1. Skrunaðu að þema, veldu
Valkostir
>
Breyta
og síðan eftirfarandi:
Veggfóður
— Til að velja mynd úr einu af þemunum eða eigin
mynd úr galleríinu til að nota sem bakgrunnsmynd þegar síminn
er í biðham.
Rafhlöðusparnaður
— Veldu hvað sést á stiku rafhlöðusparnaðarins:
tími og dagsetning eða texti sem þú hefur skrifað sjálf(ur).
Staðsetning og bakgrunnslitur stikunnar fyrir rafhlöðusparnað
breytist með vissu millibili á skjánum. Stikan breytist einnig til
að sýna fjölda nýrra skilaboða og ósvaraðra símtala. Hægt er
að stilla tímann þar til rafhlöðusparnaðurinn verður virkur.
Sjá „Sími“ á bls. 89.
2. Skrunaðu að atriðinu sem á að breyta og styddu á stýripinnann.
3. Til að forskoða atriðið skaltu velja
Valkostir
>
Skoða áður
.
Ekki er hægt að forskoða öll atriði. Veldu
Valkostir
>
Stilla
til að gera stillingu virka.
Til að virkja aftur upphaflegar stillingar þema skaltu velja
Valkostir
>
Velja upphafsþema
þegar þú breytir því.
E i g i n f o r r i t
75