
Takkar og skipanir þegar vafrað er
Tengill er opnaður með því að styðja á stýripinnann.
Skrunað er um skjáinn með stýripinnanum.
Stafir og tölur eru slegnir inn í reiti með tökkum 0—9. Styddu á * til
að slá inn sérstafi eins og /, ., : og @. Styddu á hreinsitakkann til að
stroka út stafi.
Til að fara til baka um eina síðu þegar þú vafrar skaltu velja
Til baka
.
Ef
Til baka
er ekki í boði skaltu velja
Valkostir
>
Valm. í leiðarkerfi
>
Forsaga
til að skoða lista í tímaröð yfir síður sem þú hefur skoðað.
Listinn yfir fyrri síður er hreinsaður í hvert sinn sem hætt er að vafra.
Reitir eru merktir og valdir með því að styðja á stýripinnann.
Til að sækja nýjasta efnið af miðlaranum skaltu velja
Valkostir
>
Valm. í
leiðarkerfi
>
Hlaða aftur
.
Til að opna undirlista með skipunum eða aðgerðum fyrir vefsíðuna sem
er opin skaltu velja
Valkostir
>
Þjónustuvalkostir
.