
■ Niðurhleðsla
Þú getur hlaðið niður hlutum eins og hringitónum, myndum, skjátáknum
símafyrirtækis, hugbúnaði og myndinnskotum með því að nota vafra
símans. Sumir þessara hluta eru ókeypis á meðan aðra þarf að kaupa.
Þegar þú hefur hlaðið þeim niður eru þeir meðhöndlaðir af viðeigandi
forriti símans. T.d. er mynd sem þú hefur hlaðið niður vistuð í galleríinu.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða
framsenda sumar myndir, tónlist (þar á meðal hringitóna) og annað efni.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá
aðilum sem veita nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.