■ MicroSD-korti komið fyrir
1. Snúðu neðri hluta
símans til að komast
að lokinu á raufinni
fyrir microSD-kortið.
2. Til að opna raufina
skaltu toga í hornið
á lokinu.
3. Komdu kortinu fyrir
þannig að gyllti
snertiflöturinn snúi
að bakhlið loksins og ýttu því niður þar til það smellur á sinn stað.
4. Lokaðu raufinni.
Geyma skal microSD-kort þar sem lítil börn ná ekki til.
Aðeins skal nota samhæf microSD-kort með þessu tæki. Önnur minniskort, svo
sem Reduced Size MultiMedia-kort, passa ekki í raufina fyrir microSD-kortið
og eru ekki samhæf þessu tæki. Notkun ósamhæfs minniskorts getur skemmt
minniskortið og einnig tækið, og gögn sem eru geymd á ósamhæfa kortinu
geta skaddast.